fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Varpa ljósi á ummæli Gumma Ben í kjölfar frétta síðustu daga – „Hann er vitleysingur, fæddur þannig“

433
Laugardaginn 13. janúar 2024 08:30

Mynd/Hringbraut Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bolli Már Bjarnason er gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar, sem kemur út á föstudögum á 433.is, Hringbraut.is og undir hlekk Hringbrautar í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Fyrrum knattspyrnumaðurinn og vandræðagemsinn Joey Barton hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarið. Þar hjólar hann í konur sem fjalla um karlafótbolta en á dögunum líkti hann tveimur þeirra meðal annars við hryðjuverkamenn.

„Þetta er allt rosa málefnalegt hjá honum,“ sagði Helgi í kaldhæðnislegum tón.

„Hann er að hjóla í þekkta menn eins og Gary Neville. Hann er það ruglaður að menn nenna ekki að svara honum,“ sagði Hrafnkell.

„Það er rosalega vondur staður til að vera á,“ skaut Bolli inn í.

Helgi rifjaði þá upp ummæli íþróttalýsandans ástsæla, Gumma Ben, um Barton árið 2012, er leikmaðurinn var rekinn af velli í leik gegn Manchester City.

„Er Joey Barton að fara út af hér? Það væri honum líkt að klúðra öll fyrir félag sitt með því að láta reka sig út af hér. Já, já. Hann er farinn í sturtu. Hann er vitleysingur, fæddur þannig,“ sagði Guðmundur í lýsingunni.

„Hann er gjörsamlega trylltur þessi vitleysingur. Það á að henda þessum manni í fangelsi og ekkert annað. Algjör aumingi sem á ekki heima í íþróttum.“

Klippan af Gumma Ben og umræðan í heild er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Garnacho hafnaði því að fara til liðs við Cristiano Ronaldo

Garnacho hafnaði því að fara til liðs við Cristiano Ronaldo
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Í gær

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
Hide picture