fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Fyrrum stjarna ákvað að kaupa sjálfan sig til félagsins – Byrjar í banni eftir ósmekkleg ummæli

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. janúar 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki allir eins eins djarfir í knattspyrnuheiminum en sumir fyrrum leikmenn hafa tekið ansi undarlegar ákvarðanir.

Það má segja um fyrrum leikmann Tottenham, Pascal Chimbonda, sem gerðist þjálfari Skelmersdale United í október á síðasta ári.

Um er að ræða lið sem leikur í níundu efstu deild á Englandi en Chimbonda hefur nú ákveðið að gera enn meira og ætlar að spila með liðinu.

Chimbonda hefur gert samning við sjálfan sig þremur mánuðum eftir að hafa tekið við liðinu en það eru fimm ár síðan hann lék síðast knattspyrnuleik.

Möguleiki er á að Chimbonda verði í vörninni þegar Skelmersdale spilar við Bury þann 27. janúar næstkomandi.

Ástæðan fyrir töfinni er sú að Chimbonda er þessa stundina í leikbanni en hann var rekinn af hliðarlínunni undir lok síðasta árs og fékk þriggja leikja bann

Chimbonda á að hafa sagt dómurum leiksins að fara til fjandans og er einnig nefnt að hann hafi notað nafn móður þeirra í ósmekklegri kveðju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl