Birnir Snær Ingason gæti verið á leið til Svíþjóðar en frá þessu greinir hlaðvarpsþátturinn Dr. Football í kvöld.
Um er ræða afar öflugan sóknarmann sem spilaði glimrandi vel með Víkingum síðasta sumar.
Dr. Football segir að Birnir sé með tilboð í höndunum frá Halmstad og er hann að íhugas eigin stöðu.
Einnig er tekið fram að það sé klásúla í samningi Birnis sem leyfir honum að fara frítt frá Víkingum í janúar.
Samkvæmt okkar heimildum er Birnir Snær Ingason með samningstilboð á borðinu frá Halmstad og er að íhuga það, hann er einnig með klásúlu í samning sínum við Víking sem gerir honum kleift að fara frítt í Janúar. pic.twitter.com/cnqZ7PrNyL
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) January 6, 2024