fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Þorvaldur safnar undirskriftum til að bjóða sig fram til formanns KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. janúar 2024 14:00

Þorvaldur Örlygsson tekur slaginn við Guðna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bendir margt til þess að Þorvaldur Örlygsson muni bjóða sig fram til formanns KSÍ. Nafn hans hefur verið í umræðunni undanfarnar vikur.

Þorvaldur hefur samkvæmt heimildum 433.is hringt í mörg félög og skoðað hvor hann hafi stuðning til að ná kjöri sem formaður sambandsins.

Samkvæmt heimildum 433.is hefur Þorvaldur haft samband við félög sem skrifa undir framboð hans og mögulegan stuðning.

Til að geta boðið sig fram sem formaður KSÍ þarf að vera með undirskriftir upp á 12 atkvæði. Þorvaldur hefur nú þegar fengið undirskriftir frá hið minnsta tveimur félögum sem gefa honum átta atkvæði.

Undirskrift félaganna er þó ekki staðfesting á því að þau muni kjósa hann á ársþingi KSÍ í lok febrúar.

Lög KSÍ:
17.3 Sá sem býður sig fram til formanns eða stjórnar skulu hafa skrifleg meðmæli aðildarfélaga sem fara samanlagt með a.m.k. 12 atkvæði á knattspyrnuþingi.

Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ hefur boðið sig fram til formanns og sækist eftir stólnum sem Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar að yfirgefa.

Vanda Sigurgeirsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum eftir rúm tvö ár í starfinu.

Vignir Már Þormóðsson, fyrrum stjórnarmaður hjá KSÍ og fyrrum formaður knattspyrnudeildar KA er einn þeirra sem íhugar framboð.

Vignir staðfesti á dögunum að hann væri að skoða hlutina en hann hefur ekki enn tekið ákvörðun um framboð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar
433Sport
Í gær

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“
433Sport
Í gær

Elías Már til Kína

Elías Már til Kína
433Sport
Í gær

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“
433Sport
Í gær

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum