fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Þorvaldur safnar undirskriftum til að bjóða sig fram til formanns KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. janúar 2024 14:00

Þorvaldur Örlygsson tekur slaginn við Guðna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bendir margt til þess að Þorvaldur Örlygsson muni bjóða sig fram til formanns KSÍ. Nafn hans hefur verið í umræðunni undanfarnar vikur.

Þorvaldur hefur samkvæmt heimildum 433.is hringt í mörg félög og skoðað hvor hann hafi stuðning til að ná kjöri sem formaður sambandsins.

Samkvæmt heimildum 433.is hefur Þorvaldur haft samband við félög sem skrifa undir framboð hans og mögulegan stuðning.

Til að geta boðið sig fram sem formaður KSÍ þarf að vera með undirskriftir upp á 12 atkvæði. Þorvaldur hefur nú þegar fengið undirskriftir frá hið minnsta tveimur félögum sem gefa honum átta atkvæði.

Undirskrift félaganna er þó ekki staðfesting á því að þau muni kjósa hann á ársþingi KSÍ í lok febrúar.

Lög KSÍ:
17.3 Sá sem býður sig fram til formanns eða stjórnar skulu hafa skrifleg meðmæli aðildarfélaga sem fara samanlagt með a.m.k. 12 atkvæði á knattspyrnuþingi.

Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ hefur boðið sig fram til formanns og sækist eftir stólnum sem Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar að yfirgefa.

Vanda Sigurgeirsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum eftir rúm tvö ár í starfinu.

Vignir Már Þormóðsson, fyrrum stjórnarmaður hjá KSÍ og fyrrum formaður knattspyrnudeildar KA er einn þeirra sem íhugar framboð.

Vignir staðfesti á dögunum að hann væri að skoða hlutina en hann hefur ekki enn tekið ákvörðun um framboð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Minningarsjóður Egils Hrafns styrkir Fylki og Selfoss

Minningarsjóður Egils Hrafns styrkir Fylki og Selfoss
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Glódís er leikfær

Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal opinberar nýja búninga og viðbrögðin standa ekki á sér – Myndir

Arsenal opinberar nýja búninga og viðbrögðin standa ekki á sér – Myndir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekkert kemur í veg fyrir að hann endi hjá Liverpool

Ekkert kemur í veg fyrir að hann endi hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker
433Sport
Í gær

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal