fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Newcastle skoðar alvarlega að skipta Eddie Howe út fyrir þennan stjóra

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur Newcastle eru farnir að skoða það að skipta stjóra sínum, Eddie Howe, út. Þetta kemur fram í spænska miðlinum Marca.

Howe gerði frábæra hluti með Newcastle á síðustu leiktíð, tryggði Meistaradeildarsæti og fór með liðið í úrslitaleik deildabikarsins.

Það hefur hins vegar ekki gengið eins vel á þessari leiktíð. Newcastle er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur tapað sjö af síðustu átta leikjum í öllum keppnum.

Fótboltinn getur verið grimmur bransi og ef marka má frétt skoða eigendur Newcastle þann möguleika að reka Howe og krækja í Michel Sanchez, stjóra Girona.

Sá er að gera magnaða hluti á Spáni. Hann kom Girona upp í efstu deild á sinni fyrstu leiktíð, náði tíunda sæti í La Liga á síðustu leiktíð og er nú með jafnmörg stig og Real Madrid á toppi deildarinnar.

Hann gæti því reynst spennandi kostur fyrir Newcastle.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“
433Sport
Í gær

Fyrrum enskur landsliðsmaður æfir hjá Frank Lampard – Vona að hann skrifi undir

Fyrrum enskur landsliðsmaður æfir hjá Frank Lampard – Vona að hann skrifi undir
433Sport
Í gær

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar

Fann að margt hafði breyst á níu árum – Eiður Smári sannfærði hann en var farinn skömmu síðar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk