fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Lítur upp til Ronaldo en segist ekki vera eins sjálfselskur – ,,Ég reyni að gefa á liðsfélagana“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 20:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raphael Leao, leikmaður AC Milan, hefur verið orðaður við mörg lið undanfarna mánuði en hann hefur staðið sig gríðarlega vel á Ítalíu.

Leao hefur staðfest það að Cristiano Ronaldo sé hans fyrirmynd en hann spilaði um tíma með Juventus í Serie A.

Ronaldo gerði þó garðinn frægan með Manchester United og Real Madrid en leikur í dag með Al-Nassr í Sádi Arabíu og er 38 ára gamall.

Portúgalinn hefur oft verið ásakaður um að vera sjálfselskur á vellinum en hann hugsar mikið um að skora mörk og endaði árið 2023 sem markahæsti leikmaður heims.

Leao er landi Ronaldo og lítur upp til hans en segist ekki vera eins sjálfselskur og fyrirmynd sín sem er á lokametrum ferilsins.

,,Hann er fyrirmyndin mín en ég er ekki sjálfselskur. Ég get skorað mörk en einnig lagt upp,“ sagði Leao.

,,Ég reyni að gefa á mína liðsfélaga og í hæsta gæðaflokki þá tala tölurnar sínu máli, horfðu bara á Kylian Mbappe, Lionel Messi og Erling Haaland.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker
433Sport
Í gær

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu