fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Frábært ár Glódísar – „Þetta er eitthvað sem ég get verið stolt af“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 29. desember 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var mjög gott ár að mörgu leyti. Það endaði ekki jafn skemmtilega og það byrjaði en svona er boltinn,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, við 433.is.

Glódís var valin íþróttakona ársins í Íþróttavikunni, vikulegum þætti hér á síðunni, og kom í spjall að því tilefni.

Miðvörðurinn varð þýskur meistari með Bayern Munchen í vor og var þá gerð að fyrirliða stórveldisins á árinu.

„Það er alltaf gaman þegar maður vinnur fyrsta titilinn í nýju landi. Það er alltaf sérstakt á sinn hátt. Það var mjög gaman þegar ég vann í Svíþjóð og mjög stórt í Þýskalandi líka. Það voru kannski aðeins stærri hátíðarhöld hjá Bayern, með karlaliðinu og það var aðeins stærra bíó,“ sagði Glódís sem finnur fyrir aukinni ábyrgð með bandið.

„Ég geri það alveg. Þetta er fyrst og fremst gríðarlega mikill heiður en líka gríðarlega mikil ábyrgð. Það er gaman að fá þetta hlutverk og leiða stelpurnar inn á.“

video
play-sharp-fill

Glódís spilaði 90 mínútur í hverjum einasta leik Bayern á árinu og er nú komin í stutt frí.

„Það var reyndar svolítið kærkomið, ég viðurkenni það. Ég var orðin svolítið þreytt í síðasta leiknum. En ég hef verið gríðarlega heppin með meiðsli og annað og hugsa vel um mig. Þetta er eitthvað sem ég get verið stolt af, að vera alltaf til staðar fyrir liðið sitt.“

Íslenska kvennalandsliðið átti kaflaskipt ár en endaði það vel. Hvernig horfir landsliðsárið við Glódísi?

„Þetta var svolítið upp og niður. Við vorum að fara í gegnum gríðarleg kaflaskipti, mikið af reynslumiklum leikmönnum sem hættu og þær voru að skilja eftir sig gríðarlega stór skörð sem tók smá tíma að fylla. Við fengum mikið af nýjum, ungum leikmönnum og auðvitað tekur tíma fyrir þær að líða vel og opna sig en undir lok árs fannst mér eins og allir væru að ná að blómstra betur, að við værum að ná að tengja betur inni á vellinum og ná því besta út úr liðinu,“ sagði Glódís.

Viðtalið í heild er í spilaranum hér ofar og áramótaþátt Íþróttavikunnar má sjá hér neðar.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra
433Sport
Í gær

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári
Hide picture