Manchester City ætlar ekki að hleypa varnarmanninum Joao Cancelo burt ódýrt þó hann eigi enga framtíð fyrir sér hjá félaginu.
Sport á Spáni greinir frá en Cancelo er þessa stundina í láni hjá Barcelona og hefur staðið sig nokkuð vel í vetur.
Cancelo var í láni hjá Bayern Munchen á síðustu leiktíð og ákvað félagið að sleppa því að kaupa vegna verðmiðans.
Englandsmeistararnir vilja fá yfir 30 milljónir punda fyrir Cancelo en hvort Barcelona hafi efni á því er óljóst.