Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, viðurkennir að vængmaðurinn Noni Madueke þurfi að bæta sig ætli hann að spila fyrir enska stórliðið.
Madueke hefur ekki heillað marga á Stamford Bridge síðan hann kom frá PSV Eindhoven í fyrra fyrir 28 milljónir punda.
Um er að ræða vængmann sem á framtíðina fyrir sér en hann hefur aðeins spilað 203 mínútur á þessari leiktíð.
,,Í byrjun tímabils þá var hann hluti af liðinu, svo var hann ekki hluti af liðinu og meiddist. Við erum með of marga leikmenn í þessari stöðu,“ sagði Pochettino.
,,Hann þarf að bæta sig. Hann var meiddur en hefur náð sér að fullu og gæti komið við sögu í næstu leikjum.“