Victor Osimhen er búinn að skrifa undir nýjan samning við Napoli sem gildir til ársins 2026.
Þetta var staðfest í kvöld en um er að ræða einn eftirsóttasta framherja Evrópu.
Osimhen hefur raðað inn mörkum fyrir Napoli undanfarin ár en hann hefur leikið með liðinu frá 2020.
Leikmaðurinn er á besta aldri og er aðeins 24 ára gamall og eru lið á Englandi að horfa til hans.
Ljóst er að Osimhen er ekki á förum í janúar og er ólíklegt að hann færi sig um set næsta sumar.