Það má brátt búast við staðfestingu á því frá Manchester United að Sir Jim Ratcliffe hafi eignast 25% hlut í félaginu.
Viðræður eru á lokastigi en það er löngu komið á hreint að Ratcliffe muni eignast hlut sinn eftir að hann hafði betur í baráttunni við Katarann Sheikh Jassim, en sá síðarnefndi vildi eignast félagið í heild.
Ratcliffe mun taka yfir fótboltahlið félagsins og vonast stuðnignsmenn United að það þýði að bjartari tímar séu framundan innan vallar
Hlutur Ratcliffe í heild kostar 1,25 milljarð punda en þó United tilkynni þetta á næstunni gæti það tekið ensku úrvalsdeildina nokkrar vikur að staðfesta Ratcliffe sem hluthafa.
Ratcliffe á svo eftir að raða stjórn í kringum sig en hann sest meðal annars í stjórn með Joel Glazer, einum af meirihluta eigendum United, til að byrja með.