fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

United staðfestir tíðindin brátt en enska úrvalsdeildin gæti tekið sér nokkrar vikur í að klára dæmið

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 22. desember 2023 11:00

Sir Jim Ratcliffe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má brátt búast við staðfestingu á því frá Manchester United að Sir Jim Ratcliffe hafi eignast 25% hlut í félaginu.

Viðræður eru á lokastigi en það er löngu komið á hreint að Ratcliffe muni eignast hlut sinn eftir að hann hafði betur í baráttunni við Katarann Sheikh Jassim, en sá síðarnefndi vildi eignast félagið í heild.

Ratcliffe mun taka yfir fótboltahlið félagsins og vonast stuðnignsmenn United að það þýði að bjartari tímar séu framundan innan vallar

Hlutur Ratcliffe í heild kostar 1,25 milljarð punda en þó United tilkynni þetta á næstunni gæti það tekið ensku úrvalsdeildina nokkrar vikur að staðfesta Ratcliffe sem hluthafa.

Ratcliffe á svo eftir að raða stjórn í kringum sig en hann sest meðal annars í stjórn með Joel Glazer, einum af meirihluta eigendum United, til að byrja með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Græðir þú á leik Íslands?

Græðir þú á leik Íslands?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“
433Sport
Í gær

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Í gær

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu