fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Newcastle líklegast til að fá hinn eftirsótta Phillips en þarf að passa sig á einu

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 22. desember 2023 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newcastle leiðir kapphlaupið um Kalvin Phillips, miðjumann Manchester City, en þarf að passa sig að halda sig innan reglna FFP (Financial Fair Play) til að það takist.

Enski miðillinn Guardian segir frá þessu í dag.

Phillips gekk í raðir City frá Leeds fyrir síðustu leiktíð en hefur engan veginn tekist að festa sig í sessi á Etihad.

Hann er því á förum í janúar en Juventus hefur verið nefnt til sögunnar sem líklegur áfangastaður.

Þó er Newcastle líklegast til að hreppa hann miðað við nýjustu fréttir.

Félagið þarf þó að vera innan reglna FFP og gæti því þurft að fá Phillips á láni, til að byrja með hið minnsta.

City er til í slíkt fyrirkomulag svo lengi sem Newcastle myndi borga mestan hluta launa hans á meðan lánsdvölinni stendur, en Phillips er með 130 þúsund pund í vikulaun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl