Newcastle leiðir kapphlaupið um Kalvin Phillips, miðjumann Manchester City, en þarf að passa sig að halda sig innan reglna FFP (Financial Fair Play) til að það takist.
Enski miðillinn Guardian segir frá þessu í dag.
Phillips gekk í raðir City frá Leeds fyrir síðustu leiktíð en hefur engan veginn tekist að festa sig í sessi á Etihad.
Hann er því á förum í janúar en Juventus hefur verið nefnt til sögunnar sem líklegur áfangastaður.
Þó er Newcastle líklegast til að hreppa hann miðað við nýjustu fréttir.
Félagið þarf þó að vera innan reglna FFP og gæti því þurft að fá Phillips á láni, til að byrja með hið minnsta.
City er til í slíkt fyrirkomulag svo lengi sem Newcastle myndi borga mestan hluta launa hans á meðan lánsdvölinni stendur, en Phillips er með 130 þúsund pund í vikulaun.