fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Harðneitar að segja af sér – ,,Komnir hálfa leið í að búa til stórkostlegt lið“

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. desember 2023 15:28

Xavi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Xavi Hernandez, goðsögn Barcelona og núverandi þjálfari liðsins, hefur þvertekið fyrir þær sögusagnir að hann gæti verið að segja af sér.

Xavi hefur ekki þótt heilla nógu mikið sem þjálfari Barcelona en gengi liðsins á tímabilinu hefur ekki staðist væntingar.

Barcelona spilar við Valencia í kvöld í spænsku deildinni en liðið er þessa stundina sjö stigum frá toppliði Girona.

,,Nei alls ekki, við skoðum hvar við erum í lok tímabils og hvað við höfum unnið,“ sagði Xavi við blaðamenn aðspurður að því hvort hann myndi íhuga að segja af sér.

,,Ég er jákvæð manneskja, þetta tímabil getur ennþá endað vel. Við erum enn að spila upp á allt sem er í boði, við þurfum að standa saman og trúa á verkefnið meira en áður.“

,,Við erum öll saman í þessu, við erum komnir hálfa leið í því að búa til stórkostlegt Barcelona lið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ætla ekki að hækka tilboðið og getur því farið frítt í sumar

Ætla ekki að hækka tilboðið og getur því farið frítt í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Beckham lætur í sér heyra á X-inu eftir að skotið var fast á Inter Miami

Beckham lætur í sér heyra á X-inu eftir að skotið var fast á Inter Miami
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Delap nálgast ákvörðun

Delap nálgast ákvörðun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli