Enginn leikmaður brasilíska félagsins Santos má klæðast treyju númer tíu á næstkomandi tímabili.
Þetta hefur nýr forseti félagsins staðfest en Santos lenti í alls konar erfiðleikum í vetur.
Santos féll úr efstu deild í fyrsta sinn í sögunni og mun leggja númerið tíu til hliðar um tíma – það var treyjan sem goðsögnin Pele klæddist um langt skeið.
Pele lést þann 29. desember á síðasta ári en hann er af mörgum talinn einn besti ef ekki besti leikmaður sögunnar.
Marcelo Teixeira var kosinn nýr forseti Santos í gær og tók hann sjálfur þá ákvörðun að enginn leikmaður ætti skilið að klæðast númerinu þar til liðið kemst aftur í deild þeirra bestu.