fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Sorgmæddur eftir að fyrrum félag hans féll í fyrsta sinn í sögunni – Birti mynd og sýndi stuðning

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. desember 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neymar, fyrrum leikmaður Paris Saint-Germain og Barcelona, sendi fyrrum félagi sínu stuðning á Instagram síðu sinni á dögunum.

Um er að ræða hans uppeldisfélag, Santos, en liðið féll úr efstu deild í Brasilíu fyrir helgi.

Santos er félag sem er þekkt fyrir að framleiða frábæra unga leikmenn og má einnig nefna Rodrygo sem spilar fyrir Real Madrid í dag.

Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Santos fellur úr efstu deild og eru margir í Brasilíu í sárum vegna þess.

Neymar er sjálfur mjög sár yfir stöðunni en birti mynd af sjálfum sér í búningi Santos og skrifaði einfaldlega: ,,Santos, alltaf Santos.“

Það er ekki útilokað að Neymar endi feril sinn hjá uppeldisfélaginu en hann er í dag í Sádi Arabíu.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by NJ 🇧🇷 (@neymarjr)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl