fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Skyndilega fór allt í háaloft og þeir reyndu að fá Messi til Englands

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 6. desember 2023 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Hughes, fyrrum stjóri Manchester City og fleiri liða, lýsir lokadegi félagaskiptagluggans hjá félaginu sumarið 2008 í skemmtilegu viðtali.

Þarna voru moldríkir eigendur City frá Abú Dabí nýbúnir að kaupa félagið og fór allt í háaloft gluggadeginum þegar kaupin gengu í gegn.

Eftir að hafa reynt við fjöldan allan af leikmönnum tókst City að landa Robinho frá Real Madrid á 32 milljónir punda og þá sótti félagið einnig Pablo Zabaleta frá Esppanyol á 6 milljónir punda. Átti hann eftir að reynast félaginu dyggur þjónn.

„Þeir spurðu mig um hvern ég vildi. Þeir buðu í nánast alla toppleikmenn í heiminum,“ segir Hughes.

„Á þessum tíma var City miðlungs félag, jafnvel neðar, og það heillaði ekki marga að koma. Þeir reyndu og reyndu að fá leikmenn og á endanum kom Robinho frá Real Madrid.“

Nýir eigendur voru þó metnaðarfullir og reyndu einnig við besta leikmann heims á gluggadeginum.

„Þetta var bilaður dagur og þeir buðu meira að segja í Lionel Messi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“