Rene Meulensteen fyrrum þjálfari hjá Manchester United segir að tveir eldri leikmenn liðsins séu ástæða þess að liðið getur ekki spilað þann fótbolta sem Erik ten Hag vill spila.
Meulensteen segir einnig að hollenski stjórinn geti ekki kvartað undan neinu enda hafi hann fengið mikla fjármuni í leikmenn.
„Ten Hag hefur keypt marga leikmenn og getur ekki sagt að hann hafi ekki fengið stuðning,“ segir Meulensteen.
„Hann fær mikinn stuðning frá stuðningsmönnum, en þetta eru ekki leikmenn sem Glazer fjölskyldan hefur keypt sem eru á vellinum.“
„Ten Hag vill setja mikla presus á andstæðinga eins og hann gerði hjá Ajax. Hann er ekki með leikmenn í það, þeir hafa ekki hugarfarið í slíkt.“
Hann nefnir svo tvo leikmenn. „Ten Hag höndlar ekki hraðann, enska deildin er kröftug og það gerist allt hratt.“
„Casemiro getur ekki höndlað þetta, Ten Hag er með sinn leikstíl en hann verður að finna leið til að komast þangað.“
„Vandamálið er á miðsvæðinu þar sem það er ekki orka í að verjast vandræðum.“