Birmingham City hefur staðfest ráðningu á Wayne Rooney sem stjóra félagsins. Gerir hann þriggja og hálfs árs samning.
Rooney hætti með DC United um síðustu helgi en Birmingham hefur lengi viljað fá hann til starfa.
Birmingham staðfestir að Ashley Cole og John O´Shea verða aðstoðarmenn Rooney hjá Birmingham.
Cole átti magnaðan feril með Arsenal og Chelsea og þá voru O´Shea og Rooney liðsfélagar hjá Manchester United.
Birmigham er í næst efstu deild en Carl Robinson og Pete Shuttleworth sem voru í teymi Rooney hjá DC United koma með honum til Birmingham.