Frank Lampard er klár í það að taka við skoska stórliðinu, Rangers. Félagið er í þjálfaraleit en Graham Potter hefur hafnað starfinu.
Lampard stýrði Chelsea tímabundið á síðustu leiktíð eftir að hafa verið rekinn frá Everton.
Michael Beale var rekinn frá Rangers um helgina eftir slæma byrjun liðsins í skosku úrvalsdeildinni.
Steven Gerrard gerði góða hluti með Rangers og kom félaginu aftur í fremstu röð.
Rangers hefur farið í gegnum nokkra þjálfara síðustu árin en leitar nú að manni sem getur komið liðinu aftur í fremstu röð þar í landi.
Lampard er sagður spenntur fyrir starfinu sem gæti komið honum aftur á kortið eftir nokkuð erfiða tíma.