fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
433Sport

Gluggadagur: Öll helstu tíðindi á einum stað

433
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 23:04

Gluggadagur er runninn upp

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasti dagur félagaskiptagluggans í helstu deildum Evrópu er runninn upp. Nú þurfa félög sem ætla að styrkja sig heldur betur að hafa hraðar hendur.

Líkt og alltaf á þessum degi má búast við því að fjöldi leikmanna færi sig um set. Glugganum verður skellt í lás klukkan 23:00 í kvöld að íslenskum tíma.

Hér, allt þar til glugganum verður lokað, munu helstu félagaskiptafregnir dagsins birtast í lifandi uppfærslu.

23:00 Lok, lok og læs

Nú hefur félagaskiptaglugganum verið lokað. Það er þó ljós að eitthvað verður að frétta fram eftir nóttu og á morgun af skiptum sem náðu í gegn fyrir klukkan 23.

23:00 – Pedro Porro til Tottenham

Pedro Porro er genginn í raðir Tottenham á láni frá Sporting út þessa leiktíð. Enska félagið þarf hins vegar að kaupa hann á 37 milljónir punda í sumar.

Porro er 23 ára gamall hægri bakvörður sem ólst upp hjá Girona á Spáni áður en hann var keyptur til Manchester City árið 2019.

Eftir lánsdvöl, bæði hjá Real Valladolid og Sporting gekk hann endanlega í raðir Sporting í fyrra en stoppar stutt þar.

Porro spilaði 98 leiki fyrir Sporting, skoraði 12 mörk og gaf 20 stoðsendingar.

_______________________________________________________________

22:15 – Navas til Forest

Nýliðar Nottingham Forest hafa náð samkomulagi við Paris Saint-Germain um að fá Keylor Navas á láni út þessa leiktíð.

Skiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga og eru nú að ganga í gegn.

Kappinn á að baki glæstan feril. Hann vann Meistaradeild Evrópu til að mynda þrisvar með Real Madrid.

_______________________________________________________________

22:11 – Lokonga til Palace

Albert Sambi Lokonga hefur verið lánaður til Crystal Palace frá Arsenal út þessa leiktíð. Sem stendur er hann ekki inni í myndinni hjá Mikel Arteta á Emirates en fær dýrmætar spilmínútur á Selhurst Park.

_______________________________________________________________

22:00 – Benfica og Chelsea ná saman.

Stærstu fréttir kvöldsins. Benfica og Chelsea ná loks samkomulagi um kaupverð á Enzo Fernandez en menn þurfa að hafa hraðar hendur.

Nánar hér

_______________________________________________________________

22:00 – Ziyech á leið til PSG

Hakim Ziyech er á leið á láni frá Chelsea til PSG. Kantmaðurinn leitast eftir auknum spiltíma.

Nánar hér

_______________________________________________________________

22:00 – Doherty til Atletico

Írski bakvörðurinn Matt Doherty er genginn í raðir Atletico Madrid. Samningi hans við Tottenham var rift og fer hann frítt til Atletico.

_______________________________________________________________

22:00 – Felipe til Forest

Nýliðar Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni hafa landað brasilíska miðverðinum Felipe. Hann var að renna út á samningi hjá Atletico Madrid í sumar og kemur ódýrt til Forest. Miðvörðurinn skrifar undir samning til 2024.

_______________________________________________________________

21:25 – Traore líka til Bournemouth

Hamed Traore er svo gott sem genginn í raðir Bournemouth frá Sassuolo. Traore er 22 ára gamall og getur leikið á miðju og kanti. Hann kemur á láni til nýliða Bournemouth en félagið þarf að kaupa hann á 30 milljónir evra í sumar.

Traore er annar leikmaðurinn sem Bournemouth fær á gluggadeginum á eftir Ilya Zabarkyi frá Dynamo Kyiv.

_______________________________________________________________

21:25 – Cedric í læknisskoðun

Cedric Soares er mættur í læknisskoðun hjá Fulham. Hann er að ganga í raðir félagsins á láni frá Arsenal.

_______________________________________________________________

20:26 Zabarkyi skrifar undir langtímasamning

Ilya Zabarkyi hefur skrifað undir samning við Bournemouth til 2028. Hann er tvítugur miðvörður sem kemur frá Dynamo Kyiv.

_______________________________________________________________

20:20 – Bellerin tekur stöðu Porro

Hector Bellerin er að ganga í raðir Sporting. Hann leysir Porro af og kemur frá Barcelona.

_______________________________________________________________

20:20 – Porro skrifar undir

Bakvörðurinn Pedro Porro hefur nú skrifað undir fimm og hálfs árs samning við Tottenham. Hann kemur frá Sporting.

_______________________________________________________________

19:50 – WBA vill Hutchinson

Enska B-deildarliðið WBA er að reyna að fá Omari Hutchinson á láni frá Chelsea. Viðræður eru farnar af stað um þennan nítján ára gamla sóknarsinnaða leikmann.

_______________________________________________________________

19:50 – Thorgan Hazard til Dortmund

Thorgan Hazard er genginn í raðir PSV frá Borussia Dortmund. Hann kemur á láni og gildir það út þessa leiktíð.

_______________________________________________________________

19:22 – Perez til Betis

Ayoze Perez er genginn í raðir Real Betis á Spáni. Hann kemur á láni frá Leicester út þessa leiktíð.

_______________________________________________________________

19:22 – Lukic til Fulham

Sasa Lukic er genginn í raðir Fulham frá Torino. Greiðir félagið tíu milljónir evra.

Þá er líklegt að Cedric Soares fari á láni til Fulham frá Arsenal. Staðan er hins vegar flókin eins og er útskýrt hér.

_______________________________________________________________

19:05 – Góðar og slæmar fréttir fyrir stuðningsmenn Barca

Sofyan Amrabat, sem heillaði með marrokkóska landsliðinu á HM í Katar, er ekki á leið til Barcelona frá Fiorentina eins og orðrómar höfðu verið á kreiki um.

Hins vegar er Julian Araujo líklega á leið til Barcelona frá LA Galaxy. Kappinn hefur samið við katalónska stórveldið um sín kjör og eru félögin nálægt því að semja.

_______________________________________________________________

18:50 – United og Bayern ná samkomulagi

Marcel Sabitzer er að ganga í raðir Manchester United á láni frá Bayern Munchen. Félögin hafa náð samkomulagi.

Nánar hér 

_______________________________________________________________

17:50 – Porro skrifar undir um kvöldmatarleytið

Bakvörðurinn Pedro Porro mun skrifa undir samning sinn við Tottenham eftir rúman klukkutíma. Hann kemur frá Sporting og skrifar undir fimm og hálfs árs samning.

_______________________________________________________________

17:45

Djed Spence er genginn í raðir Rennes í Frakklandi á láni frá Tottenham út þessa leiktíð.

_______________________________________________________________

17:26 – Sabitzer á leið til United

Marcel Sabitzer er á leið til Manchester United. Hann er á leið til Manchester að ganga frá skiptum sínum en félögin eru við það að ná samkomulagi.

Nánar hér

_______________________________________________________________

16:57 – Enzo Fernandez til Chelsea eftir allt saman

Það er aukin bjartsýni á að Enzo Fernandez gangi í raðir Chelsea frá Benfica eftir allt saman. Portúgalska félagið hefur leyft honum að gangast undir læknisskoðun ef ske kynni að samningar náist á milli félaganna.

Nánar hér

_______________________________________________________________

16:40 – Caicedo fer ekki til Arsenal í dag

Það er útilokað að Moses Caicedo fari til Arsenal fyrir lok dags. Brighton stendur fast á sínu og ætlar ekki að selja leikmanninn. Arsenal er hins vegar að landa Jorginho frá Chelsea.

Nánar hér.

_______________________________________________________________

16:32 – Forest reynir enn að landa Navas

Nottingham Forest á enn í viðræðum við Paris Saint-Germain um að fá Keylor Navas, markvörðinn reynslumikla á láni. Það er undir PSG komið að taka ákvörðun núna, leikmaðurinn vill fara til Forest.


_______________________________________________________________

16:29 – Chelsea ætlar að hafa allt klárt

Forráðamenn Chelsea vilja ekki lenda í vandræðum fari svo að viðræður félagsins um kaup á Enzo Fernandez við Benfica dragast fram á kvöld. Chelsea undirbýr það nú að geta látið Enzo gangast undir læknisskoðun í Lisabon fari svo að Benfica samþykki að lokum 105 milljóna punda tilboð Chelsea.

Það er Sky Sports sem greinir frá en tilboðið frá Chelsea hefur legið á borði forráðamanna Benfica í rúman sólarhring.
_______________________________________________________________

16:04 – Orri Óskarsson á láni til SønderjyskE

Íslenski framherjinn Orri Óskarsson hefur verið sendur á láni til SønderjyskE frá danska úrvalsdeildarfélaginu FC Kaupmannahöfn. SønderjyskE spilar í næst efstu deild í Danmörku.

„Ég hlakka til að reyna fyrir mér hjá nýju félagi,“ segir Orri á þessum tímamótum.

Nánar hér. 

Orri í treyju SønderjyskE

_______________________________________________________________

15: 58 – Fyrsta myndin af Jorginho í Arsenal treyju

Það fer allt að verða klárt fyrir fyrirhuguð félagsskipti Jorginho til Arsenal. Nú er bara beðið eftir tilkynningu frá Arsenal um komu leikmannsins en Fabrizio Romano birtir mynd af honum í Arsenal treyjunni.


_______________________________________________________________

15:56 – Bellerin lentur í Lisabon

Hector Bellerin, leik­maður Barcelona og fyrrum leik­maður Arsenal er lentur í Lisabon í Portúgal þar sem hann mun gangast undir læknis­skoðun og að henni lokinn skrifa undir samning við Sporting Lisbon. Þar fyllir hann upp í skarð Pedro Por­ro sem er að ganga til liðs við Totten­ham.
_______________________________________________________________

15:46 – Fresneda fer ekki þrátt fyrir áhuga

Nú virðist loks ljóst að Ivan Fresne­da, sem vakti meðal annars á­huga Arsenal og Dort­mund, mun ekki fara frá spænska liðinu Real Valla­dolid. Leik­maðurinn mun því bíða þar til í sumar eftir stórum fé­lags­skiptum.

15:43 – Barcelona ekki sett sig í samband við Manchester City

Heimildir Daily Mail herma að for­ráða­menn Barcelona hafi ekki sett sig í sam­band við kollega sína hjá Manchester City varðandi mögu­leg fé­lags­skipti Bernar­do Silva. Talið er að leik­maðurinn vilji komast í burtu frá fé­laginu en eins og staðan er núna eru engar þreifingar í gangi.
_______________________________________________________________

15:36 – Maguire ekki á förum frá Manchester United

Enski landsliðsmaðurinn og miðvörður Manchester United, Harry Maguire mun ekki yfirgefa herbúðir liðsins í dag þrátt fyrir orðróma um áhuga frá Inter Milan á Ítalíu. Fabrizio Romano segir ekkert haldbært tilboð eða viðræður um möguleg félagsskipti hafa átt sér stað. Maguire verði áfram hjá Manchester United, í það minnsta út yfirstandandi tímabil.

Getty Images

_______________________________________________________________

15:32 – Enn ræða Chelsea og Benfica saman

Það er sagan enda­lausa með Enzo Fernandez sem stimplar sig inn. Fabrizio Roma­no segir að við­ræður séu enn í gangi milli for­ráða­manna Chelsea og Ben­fi­ca og hvetur fólk til þess að fylgjast vel með mál­efnum þessa leik­manns næstu klukku­stundirnar.
_______________________________________________________________

15:30 – Gallagher fer ekki fet

Miðju­maðurinn Conor Gallag­her er ekki á förum frá Chelsea í dag, frá þessu greinir David Orn­stein, blaða­maður The At­hletic.  Chelsea vill ekki senda fleiri leik­menn frá sér á láni og öll önnur til­boð sem hafa borist hafa verið langt undir því sem fé­lagið vill fá fyrir leik­manninn.
_______________________________________________________________

15:07 – Isco ekki á leið til Union eftir allt

Isco er ekki á leið til Union Berlin á frjálsri sölu þó allt hafi bent til þess. Hann hafði farið í læknisskoðun en skyndilega breyttist tónninn í viðræðunum, miðað við yfirlýsingu Union.

„Við vildum fá Isco til Berlínar en höfum okkar mörk. Það var farið yfir þau í dag, þvert á það sem áður hafði verið samið um,“ segir í henni.

_______________________________________________________________

14:30 – Ólíklegt að frekari tíðindi berist frá Newcastle

Ó­lík­legt þykir að New­cast­le United bæti við leik­manni það sem eftir lifir fé­lags­skipta­gluggans, frá þessu greinir The At­hletic. Fé­lagið hefur fengið þá Ant­hony Gor­don og Har­ri­son Ashby til liðs við sig og hafði á­huga á Conor Gallag­her, miðju­manni Chelsea.

Chelsea lítur hins vegar á New­cast­le sem keppi­naut um eitt af Meistara­deildar­sætum ensku úr­vals­deildarinnar og hefur því lítinn á­huga á að senda Gallag­her þangað.

_______________________________________________________________

14:26 – Palace nálægt því að fá Sambi á láni frá Arsenal

Crys­tal Palace er ná­lægt því að tryggja sér þjónustu Albert Sambi Lokonga, miðju­manns Arsenal á láns­samningi. Frá þessu greinir Fabrizio Roma­no og segir sam­komu­lag hafa náðst milli fé­laganna, þá sjá leik­maðurinn til í skiptin og mun hann gangast undir læknis­skoðun síðar í dag.

_______________________________________________________________

14:24 – Yfirlýsing Arsenal varpar ljósi á alvarlega stöðu

Ljóst er að Mohamed Eln­eny, miðju­maður Arsenal gæti verið lengi frá eftir að hafa meiðst á hægra hné á æfingu með liðinu á dögunum. Arsenal hefur gefið út yfir­lýsingu varðandi meiðslin og þar er ekki settur fram tíma­rammi á endur­komu Mo. Daily Mail heldur því fram að hann spili ekki meira á tíma­bilinu.

Nánar hér.
_______________________________________________________________

14:18 – Stál í stál hjá Chelsea og Benfica

Engar breytingar hafa orðið á stöðu mála varðandi til­raun Chelsea til þess að næla í argentínska miðju­manninn Enzo Fernandez frá Ben­fi­ca. Frá þessu greinir The At­hletic en á borði Ben­fi­ca liggur 105 milljóna punda til­boð frá Chelsea í leik­manninn.
_______________________________________________________________

14:16 – Pedro Porro búinn í læknisskoðun

Totten­ham er við það að ganga frá kaupum á hægri-bak­verðinum Pedro Por­ro frá Sporting Lisabon. Leik­maðurinn hefur lokið læknis­skoðun í Lundúnum og á nú bara eftir að skrifa undir samning. 5 og hálfs árs samningur á borðinu.
_______________________________________________________________

14:00 – Manchester United komið í viðræður við Bayern

Manchester United hefur hafið við­ræður við Þýska­land­smeistara Bayern Munchen um kaup á miðju­manninum Marcel Sabitzer. Frá þessu greinir Fabrizio Roma­no í færslu á Twitter.

Nánar hér
_______________________________________________________________

13:25 – Jorginho stóðst læknisskoðun hjá Arsenal

Nú á miðju­maðurinn bara eftir að skrifa undir samning hjá Arsenal sem gildir til sumarsins 2024 og inni­heldur á­kvæði um mögu­leika á árs fram­lengingu. Arsenal greiðir 10 milljónir punda + 2 milljónir í bónus­greiðslur til Chelsea fyrir leik­manninn.


_______________________________________________________________

13:26 – Manchester United og Chelsea spurst fyrir um Sabitzer

Fjöl­miðlar í Þýska­landi greina nú frá því að Manchester United og Chelsea hafi bæði spurst fyrir um Marcel Sabitzer, miðju­mann Bayern Munchen. Það er Daily Mail sem greinir frá þessu á vef­síðu sinni en bæði fé­lög eru sögð á höttunum eftir miðju­manni fyrir lok fé­lags­skipta­gluggans.

GettyImages

_______________________________________________________________
12:52 – Gallagher afar eftirsóttur

Mörg félög í ensku úrvalsdeildinni hafa sett sig í samband við Chelsea og spurst fyrir um möguleikann á því að fá Conor Gallagher á láni. Frá þessu greinir Alex Howell, blaðamaður BBC. Chelsea sé ekki opið fyrir því að leyfa leikmanninum að fara endanlega.

_______________________________________________________________

12:36 – Ten Hag tjáir sig eftir meiðslafréttir Eriksen

Erik ten Hag, knatt­spyrnu­stjóri Manchester United sat fyrir svörum á blaða­manna­fundi í dag þar sem hann var spurður út í á­ætlun fé­lagsins á loka­degi gluggans í ljósi nýjustu frétta af Erik­sen sem verður lengi frá vegna meiðsla.

„Að gera eitt­hvað á loka­degi gluggans er erfitt, við getum tekið stefnu út frá vondum meiðlsu. Við erum með leik­menn á mið­svæðinu, góða leik­menn, leik­menn sem geta fyllt upp í skarðið.“


_______________________________________________________________

12:35 – Mættur í læknisskoðun hjá Leicester City

Harry Souttar, leikmaður Stoke City er mættur í læknisskoðun hjá Leicester City. Standist hann skoðunina mun hann í kjölfarið skrifa undir samning og klára 15 milljóna punda félagsskipti sín.

Souttar er 24 ára gamall miðvörður en hann hefur verið á mála hjá Stoke síðan árið 2020.
_______________________________________________________________

12:30 – Kanté til Liverpool?

El Nacional heldur því fram að Liverpool reyni nú að fá N’Golo Knate til liðs við sig frá Chelsea. Kante hefur aðeins spilað tvo leiki á tímabilinu vegna meiðsla en Liverpool hefur verið í vandræðum á miðsvæðinu.
_______________________________________________________________
12:22 – Meiðsli Konaté setja félagsskipti Phillips í uppnám

I­bra­hima Konate, mið­vörður Liver­pool verður frá í tvær til þrjár vikur vegna meiðsla á læri. Þetta veldur því að mögu­leg fé­lags­skipti Nat Phillips til Ben­fi­ca á láni eru í upp­námi.

Nú þegar er Virgil van Dijk fjar­verandi vegna meiðsla og því gæti reynst erfitt fyrir Jur­gen Klopp, knatt­spyrnu­stjóra Liver­pool að leyfa Phillips að fara.
____________________________________________________________________

12:15 – Eriksen lengi frá – Fer United á leikmannamarkaðinn?

Christian Erik­sen, miðju­maður Manchester United verður lengi frá eftir að hafa meiðst á ökkla í leik með liðinu gegn Rea­ding um síðustu helgi. Þetta stað­festir Manchester United í yfir­lýsingu á heima­síðu sinni.

Sky Sports veltir því nú fyrir sér hvort þetta verði til þess að United leiti á leik­manna­markaðinn en það virtist ekkert benda til þess í upp­hafi dags.

Nánar hér.

GettyImages

____________________________________________________________________

12:08 – Southampton að fá Sulemana

Southampton hefur náð samkomulagi við franska félagið Rennes um kaup á vinstri kantmanni liðsins, Kamaldeen Sulemana. Leikmaðurinn er 20 ára gamall og kemur frá Gana. Hann var áður á mála hjá Nordsjælland í Danmörku áður en hann gekk til liðs við Rennes árið 2021.


____________________________________________________________________

12:04 – Guendouzi fer ekkert í dag

Mattéo Guendouzi, miðjumaður Marseille og fyrrum leikmaður Arsenal er ekki á förum frá franska liðinu í dag. Frá þessu greinir Fabrizio Romano en Aston Villa var sagt hafa áhuga á kappanum.


____________________________________________________________________

11:51 – Allt klappað og klárt

Cancelo er kominn til Bayern Munhen á láni, þetta staðfestir félagið í yfirlýsingu.


____________________________________________________________________

11:44 – Mætti ekki á æfingu eftir að tilboði var hafnað

So­fy­an Amra­bat, leik­maður Fiorentina, mætti ekki á æfingu á morgun eftir að til­boði Barcelona í hann var hafnað af for­ráða­mönnum Fiorentina. Hann reynir nú að þvinga fram fé­lags­skipti en Barcelona vildi fá hann á láni og eiga mögu­leika á að kaupa hann að lokum fyrir 37 milljónir evra.
____________________________________________________________________

11:40 – Leikmenn Arsenal ánægðir með nýjustu vendingar

David Ornstein, blaðamaður The Athletic sem þekkir vel til hjá Arsenal segir fyrirhuguð félagsskipti Jorginho frá Chelsea til félagsins leggjast afar vel í leikmenn og þjálfarateymi Arsenal.


____________________________________________________________________

11:25 – Arsenal goðsögnin vill fá leikmann Arsenal

Crystal Palace hefur spurst fyrir um möguleikann á því að fá miðjumanninn Albert Sambi Lokonga á láni frá Arsenal. Frá þessu greinir Daily Mail en Patrick Vieira, goðsögn í sögu Arsenal er knattspyrnustjóri Crystal Palace.

Hinn 23 ára gamli Lokonga hefur ekki fengið mörg tækifæri í liði Arsenal á yfirstandandi tímabili.
____________________________________________________________________

11:07 – Jóhann Berg framlengir dvöl sína hjá Burnley

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við enska B-deildar liðið Burnley. Þetta tilkynnir félagið í færslu á samfélagsmiðlum.

Nánar hér.

____________________________________________________________________

11:00 – „Einu sinni Borgari, ávallt Borgari“

Spurning hvort að Cancelo verði nú lög­gildur heims­borgari. Það er hið minnsta komið að kveðju­stund hjá honum og Manchester City.

Leik­maðurinn hefur skrifað undir láns­samning við Bayern Munchen og fast­lega má gera ráð fyrir því að hann snú ekki aftur til Manchester City. Cancelo kveður stuðnings­menn fé­lagsins með kveðju á Insta­gram.

10:58 – Nóg um að vera hjá nýliðunum

Á skrifstofu Nottingham Forest er nóg um að vera. Félagið er að ganga frá kaupum á brasilíska varnarmanninum Felipe frá Atletico Madrid og þá er Jonjo Shelvey nú einnig staddur á æfingasvæði félagsins í læknisskoðun.

Leikmenn gætu verið á útleið en einn helstu hausverkur forráðamanna félagsins er markvarðarstaðan þar sem aðalmarkvörðurinn Dean Henderson meiddist á dögunum. Forest hefur reynt að næla í Keylor Navas, markvörð PSG en án árangurs.

____________________________________________________________________

10:48 – Chelsea enn ekki tekist að fá tilboð sitt samþykkt

Chelsea hefur ekki miðað áfram í viðræðum sínum við Benfica um kaup á miðjumanninum Enzo Fernandez eftir að félagið lagði fram 105 milljóna punda tilboð í leikmanninn.

Frá þessu greinir The Athletic sem segir Chelsea ekki vilja teygja sig upp og borga ákvæði sem er í samningi Enzo.

Þá segir einnig í frétt The Athletic að Chelsea sé að skoða aðra kosti hvað leikmannakaup varðar.


____________________________________________________________________

10:42 – Cancelo búinn að skrifa undir hjá Bayern Munchen

Portúgalski varnarmaðurinn Joao Cancelo hefur skrifað undir samning við Bayern Munchen og kemur hann á láni til félagsins frá Bayern Munchen. Frá þessu greinir Fabrizio Romano.

Ákvæði er í samkomulagi Bayern og Manchester City þess efnis að Bayern geti keypt Cancelo fyrir 70 milljónir evra.  Óvænt en áhugaverð félagsskipti.


____________________________________________________________________

10:36 – Stuðningsmenn Chelsea fylgjast grannt með á Flight Radar

Það er orðin ó­rjúfan­legur partur af loka­degi fé­lags­skipta­gluggans að spenntir stuðnings­menn fé­lags­liða fylgjast náið með flug­um­ferð

Stuðnings­­menn enska úr­­vals­­deildar­­fé­lagsins Chelsea eru sann­­færðir um að fé­lagið hafi sent full­­trúa sína í einka­þotu til Portúgal til þess að ganga frá kaupum á argentínska miðju­manninum Enzo Fernandez.

Sjá nánar hér

____________________________________________________________________

10:22 – Vendingar í málum Fresneda

Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir nú frá því að svo gæti farið að Ivan Fresneda, leikmaður Real Valladolid, yfirgefi herbúðir félagsins í dag. Leikmaðurinn hefur verið eftirsóttur af liðum á borð við Arsenal og Dortmund.

Afstaða forráðamanna Valladolid í gær var sú að félagið væri sannfært um að leikmaðurinn væri ekki á förum en enn eru félög að reyna ná samkomulagi um kaup á honum og því gæti eitthvað átt sér stað í dag.

____________________________________________________________________

10:17 – Tilboði Barcelona hafnað

Til­boði spænska stór­veldisins Barcelona í So­fy­an Amra­bat, leik­mann Fiorentina hefur verið hafnað. Um var að ræða láns­samning með á­kvæði um að Barcelona gæti að lokum keypt leik­manninn á 40 milljónir evra. Fabrizio Roma­no greindi frá.

____________________________________________________________________

10:15 – Bernardo Silva ekki á förum frá Manchester City

Portúgalski kant­maðurinn Bernar­do Silva er ekki á förum frá Eng­lands­meisturum Manchester City. Þetta herma heimildir Sky Sports. Það höfðu gengið sögu­sagnir um að Silva gæti, líkt og Joao Cancelo verið á förum frá City en nú segir Sky Sports það ljóst að Silva fari ekki fet í þessum fé­lags­skipta­glugga.

Barcelona hefur verið og er með Silva á sínum radar.

____________________________________________________________________

10:08 – Doherty á leið til Atletico Madrid

Matt Doherty, hægri-bakvörður Tottenham er á leið til spænska úrvalsdeildarfélagsins Atletico Madrid á láni. Frá þessu greinir Sky Sports rétt í þessu. Ekki er ákvæði í samningnum milli félagsliðanna að Atletico geti keypt Doherty.

____________________________________________________________________

10:04 – Newcastle kaupir Harrison og hefur áhuga á Gallagher

New­cast­le United hefur fest kaup á 21 árs gamla varnar­manninum Har­ri­son Ashby frá West Ham United. Ashby á að baki leiki fyrir yngri lands­lið Skot­lands og á að baki 7 aðal­liðs­leiki fyrir West Ham. Kaup­verð hefur ekki verið gefið upp.

Þá greinir Sky Sports frá því að New­cast­le United fylgist vel með stöðu mála hjá Conor Gallag­her, miðju­manni Chelsea. Hins vegar er kaup­verðið eitt­hvað sem flækist fyrir fé­laginu. E­ver­ton bauð á dögunum 40 milljónir punda í Gallag­her, því til­boði var hafnað.

Harrison Ashby er mættur til Newcastle United

____________________________________________________________________

9:55 – Arsenal kaupir Jorginho af Chelsea

Arsenal hefur náð samkomulagi við Chelsea um kaup á ítalska miðjumanninum Jorginho. Kaupverðið er 12 milljónir punda og gildir samningurinn við leikmanninn til ársins 2024. David Ornstein hjá The Athletic greinir frá.

Lestu allt um félagsskiptin hér

____________________________________________________________________

9:48 – Lítið að frétta af Liverpool

Ekki er búist við því að ein­hverjar vendingar muni eiga sér stað á fé­lags­skipta­markaðnum hjá Liver­pool í dag. Kraftar fé­lagsins munu nú fara í að reyna tryggja sér þjónustu enska lands­liðs­mannsins Jude Belling­ham frá Dort­mund í sumar.

____________________________________________________________________

9:30 – Yrðu dýrustu félagsskipti á Bretlandi

Forráðamenn Chelsea bíða nú svara frá Benfica varðandi það hvort félagið taki 105 milljóna punda tilboði í miðjumanninn Enzo Fernandez. Ef tilboðið verður samþykkt þá verður Enzo dýrasti leikmaður í sögu félagsskipta á Bretlandi.

Sjáðu dýrustu félagsskiptin hér

____________________________________________________________________

9:22 – Ólíklegt að Navas fari til Forest

The At­hletic greinir nú frá því að ó­lík­legt sé að mark­vörðurinn reyndi, Keylor Navas, muni ganga til liðs við Notting­ham For­est frá Paris Saint-Germain. Dean Hender­son, aðal­mar­k­vörður For­est meiddist á dögunum.

Fé­lags­skiptin gætu enn átt sér stað en það þykir þó ó­lík­legt á þessari stundu.

____________________________________________________________________

9:17 – Arsenal færist nær Jorginho

Arsenal þokast nær sam­komu­lagi við ná­granna sína í Chelsea um kaup á ítalska miðju­manninum Jorgin­ho. Það er The At­hletic sem greinir frá.

Nánar hér

____________________________________________________________________

9:11 – Shelvey mættur á æfingasvæði Forest

Jonjo Shelvey, miðjumaður Newcastle United er mættur á æfingasvæði Nottingham Forest en búast má fastlega við því að Shelvey gangi frá félagsskiptum til nýliðanna í dag. Sky Sports sýndi myndir á sjónvarpsstöð sinni af Shelvey hjá Forest.

____________________________________________________________________

9:05 – Monteiro til Leeds United

Leeds United hefur keypt Diogo Mon­teiro, 18 ára mið­vörð frá Servett­e FC. Þessi Portúgalski leik­maður hefur fengið tæki­færi með Servett­e í efstu deild Sviss og þá á hann að baki lands­leiki fyrir yngri lands­lið Portúgal. Hann verður fyrst um sinn hluti af u-21 árs liði Leeds.

____________________________________________________________________

9:00 – Segir Arsenal hafa lagt fram sitt þriðja tilboð í Caicedo

Blaða­maðurinn Jacqu­e Tal­bot heldur því fram á sam­fé­lags­miðlinum Twitter að Arsenal hafi lagt fram sitt þriðja til­boð í Moises Caceido, miðju­mann Brig­hton. Ef sam­þykkt verður yrði kaup­verðið að fé­lags­meti hjá Arsenal.

Nánar hér

____________________________________________________________________

7:56 – Fylgist vel með þessu

Loka­dagur fé­lags­skipta­gluggans í helstu deildum Evrópu er runnin upp og munu mörg fé­lög freista þess að nýta síðustu klukku­stundirnar til þess að breikka leik­manna­hópa sína eða gera kosta­kaup.

The At­hletic hefur tekið saman mögu­legar vendingar sem gæti verið á­huga­vert að fylgjast vel með í dag.

Nánar hér.

____________________________________________________________________

7:47 – Klukkan hvað lokar glugginn?

Félagsskiptaglugginn lokar á mismunandi tímum í helstu deildum Evrópu líkt og sjá má hér fyrir neðan:

Bundesliga (Þýskaland): 17:00
Serie A (Ítalía): 19:00
La Liga (Spánn): 23:00
Enska úrvalsdeildin (England): 23:00
Ligue 1 (Frakkland): 00:00

____________________________________________________________________

7:28- PSG og Chelsea ræða saman

For­ráða­menn PSG og Chelsea eiga enn í við­ræðum um mögu­leg fé­lags­skipti Ha­kim Zi­yech sem er nú á mála hjá Lundúna­fé­laginu. Leik­maðurinn vonast eftir því að geta haldið til Parísar.

____________________________________________________________________

7:16 – ,,Vil ekki gera alla of spennta“

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham United greindi frá því í gær eftir sigur liðsins á Derby County í enska bikarnum að það gætu leikmenn bæst við leikmannahópinn á lokadegi gluggans.  Hann bætti því þó við að hann ,,vil ekki gera alla of spennta.“

____________________________________________________________________

6:57 – Nokkur félög hafa áhuga á Elanga

Anthony Elanga gæti farið á láni frá Manchester United í dag en tækifæri hans með félaginu hafa verið af skornum skammti undanfarið. Everton er eitt þeirra félaga sem rennir hýru auga til leikmannsins.

____________________________________________________________________

6:54 – Pedro Porro í læknisskoðun hjá Tottenham

Spænski hægri-bak­vörðurinn Pedro Por­ro mun gangast undir læknis­skoðun hjá Totten­ham í dag og í kjöl­farið skrifa undir samning við fé­lagið. Por­ro gengur til liðs við Totten­ham frá Sporting Lisabon fyrir 39 milljónir punda. Sporting hefur nú þegar fundið arf­taka Por­ro, Hector Bellerin, fyrrum leik­maður Arsenal er ná­lægt því að ganga til liðs við fé­lagið.

____________________________________________________________________

6:47 – Arsenal íhugar lokatilboð í Caicedo

For­ráða­menn enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Arsenal í­huga þessa stundina hvort fé­lagið muni leggja fram 75 milljóna punda til­boð auk bónus­greiðslna í Moises Ca­icedo, miðju­mann Brig­hton.

Nánar hér

____________________________________________________________________

6:35 – Marquinhos til Norwich á láni

Arsenal og Norwich City hafa komist að sam­komu­lagi um að brasilíski væng­maðurinn Marqu­in­hos fari á láni til B-deildar liðsins. Leik­maðurinn hefur staðist læknis­skoðun.

____________________________________________________________________

6:31 – Ekkert grænt ljós á félagsskipti Enzo

Þrátt fyrir fundar­höld langt fram á nótt komust for­ráða­menn portúgalska fé­lagsins Ben­fi­ca ekki að niður­stöðu um það hvort sam­þykkja eigi til­boð enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Chelsea í argentínska miðjumaninn Enzo Fernandez.

Nánar hér.

____________________________________________________________________

6:24 

Góðan daginn og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu lýsingu frá lokadegi félagsskiptagluggans sem teygir sig alveg til loka hans klukkan 23:00 í kvöld að íslenskum tíma. Það á nóg eftir að gerast í dag!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Myndband úr klefa Bosníu eftir sigurinn á Íslandi vekur athygli: Mætti umkringdur vopnuðum vörðum – Lofaði leikmönnum bónusgreiðslu

Myndband úr klefa Bosníu eftir sigurinn á Íslandi vekur athygli: Mætti umkringdur vopnuðum vörðum – Lofaði leikmönnum bónusgreiðslu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslenska liðið fer í langt ferðalag í dag – Mikilvægur leikur á sunnudag

Íslenska liðið fer í langt ferðalag í dag – Mikilvægur leikur á sunnudag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Messi komst við er argentínska þjóðin hyllti hetjurnar sínar á magnþrunginn hátt

Sjáðu myndbandið: Messi komst við er argentínska þjóðin hyllti hetjurnar sínar á magnþrunginn hátt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

„Við þurfum að læra af þessum leik og stíga upp“

„Við þurfum að læra af þessum leik og stíga upp“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rúrik og Kári ómyrkir í sínu máli – „Íslenskir alvöru karlmenn sem eiga skilið að láta hrauna yfir sig“

Rúrik og Kári ómyrkir í sínu máli – „Íslenskir alvöru karlmenn sem eiga skilið að láta hrauna yfir sig“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Twitter eftir tap Íslands gegn Bosníu: Spjótin standa að Arnari – „Hvenær ætli Vanda þori að taka í gikkinn“

Twitter eftir tap Íslands gegn Bosníu: Spjótin standa að Arnari – „Hvenær ætli Vanda þori að taka í gikkinn“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kári lét gamminn geisa í hálfleik eftir arfaslaka frammistöðu íslenska landsliðsins – „Ég hef bara aldrei séð svona, þetta er ótrúlegt“

Kári lét gamminn geisa í hálfleik eftir arfaslaka frammistöðu íslenska landsliðsins – „Ég hef bara aldrei séð svona, þetta er ótrúlegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Twitter í hálfleik: Ísland tveimur mörkum undir og útlitið afar dökkt – „Arnar Þór er því miður ekki að valda þessu starfi“

Twitter í hálfleik: Ísland tveimur mörkum undir og útlitið afar dökkt – „Arnar Þór er því miður ekki að valda þessu starfi“