fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Nýjar vendingar: Sabitzer vill fara og Manchester United er komið í við­ræður við Bayern

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 14:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur hafið við­ræður við Þýska­land­smeistara Bayern Munchen um kaup á miðju­manninum Marcel Sabitzer. Frá þessu greinir Fabrizio Roma­no í færslu á Twitter.

Roma­no segir leik­manninn, sem hefur verið vara­skeifa hjá Bayern, vilja fara frá fé­laginu.

For­ráða­menn Manchester Unti­ed eigi nú í við­ræðum við kollega sína hjá Bayern um fé­lags­skipti en fé­lagið hefur þurft að bregðast snögg­lega við eftir að það kom í ljós að Christian Erik­sen, miðju­maður liðsins yrði frá keppni þar til um mánaðar­mótin apríl/maí.

Sjálfur er Sabitzer 28 ára gamall. Hann hefur verið á mála hjá Bayern Munchen síðan í ágúst árið 2021 eftir að hafa gert gott mót hjá Red Bull Leipzig. Þar áður hafði hann spilað með systur­fé­lagi þess, Red Bull Salz­burg í heima­landinu.

Hjá Bayern hefur hann komið við sögu í 24 leikjum í öllum keppnum, skorað 1 mark og gefið 1 stoðsendingu.

Sabitzer er einnig þaul­reyndur lands­liðs­maður með austur­íska lands­liðinu og á að baki 68 A-lands­leiki.

Chelsea er einnig sagt áhugasamt um að fá Sabitzer til liðs við sig, hins vegar eru forráðamenn félagsins önnum kafnir í að reyna landa argentínska miðjumanninum Enzo Fernandez, leikmanni Benfica þessa stundina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur