Manchester United hefur hafið viðræður við Þýskalandsmeistara Bayern Munchen um kaup á miðjumanninum Marcel Sabitzer. Frá þessu greinir Fabrizio Romano í færslu á Twitter.
Romano segir leikmanninn, sem hefur verið varaskeifa hjá Bayern, vilja fara frá félaginu.
Forráðamenn Manchester Untied eigi nú í viðræðum við kollega sína hjá Bayern um félagsskipti en félagið hefur þurft að bregðast snögglega við eftir að það kom í ljós að Christian Eriksen, miðjumaður liðsins yrði frá keppni þar til um mánaðarmótin apríl/maí.
Sjálfur er Sabitzer 28 ára gamall. Hann hefur verið á mála hjá Bayern Munchen síðan í ágúst árið 2021 eftir að hafa gert gott mót hjá Red Bull Leipzig. Þar áður hafði hann spilað með systurfélagi þess, Red Bull Salzburg í heimalandinu.
Hjá Bayern hefur hann komið við sögu í 24 leikjum í öllum keppnum, skorað 1 mark og gefið 1 stoðsendingu.
Sabitzer er einnig þaulreyndur landsliðsmaður með austuríska landsliðinu og á að baki 68 A-landsleiki.
Chelsea er einnig sagt áhugasamt um að fá Sabitzer til liðs við sig, hins vegar eru forráðamenn félagsins önnum kafnir í að reyna landa argentínska miðjumanninum Enzo Fernandez, leikmanni Benfica þessa stundina.
Marcel Sabitzer wants to leave and Manchester United are now pushing in talks with Bayern. Discussions on the formula of the deal, ongoing. 🚨🔴 #MUFC #DeadlineDay
Chelsea are currently busy with other deals and not with Sabitzer as things stand. pic.twitter.com/biAyw4XkXW
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 31, 2023