fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 5. júlí 2025 08:00

Jörundur Áki Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Einhverjar gagnrýnisraddir þess efnis að íslenska kvennalandsliðið væri of áberandi á samfélagsmiðlum í aðdraganda fyrsta leiks EM gegn Finnum heyrðust eftir að sá leikur tapaðist. Vildu menn þá meina að einbeitingin væri ekki inni á vellinum.

KSÍ fékk Arnar Laufdal Arnarsson með sér í lið fyrir og yfir EM til að lyfta samfélagsmiðlum sambandsins upp á hærra plan. Hefur það tekist vel svo eftir því hefur verið tekið.

„Það eru alltaf einhverjir sem kunna að finna að því að þetta sé of mikið en það er bara partur af þessu. Ég hef lúmskt gaman að þessu. Það væri pottþétt einhver líka að væla ef við værum ekki að gera nóg,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnumála, um málið í samtali við 433.is hér í Thun.

„Hann hefur aldeilis komið inn og gert þetta vel. Við erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist. Allt áhorf á okkar miðlum hefur stóraukist. Þetta hjálpar líka leikmönnum í sinni markaðssetningu, okkur hjá knattspyrnusambandinu, að fólk sjái hvað er að gerast í kringum liðið og á bak við tjöldin.

Við Ómar á samskiptadeildinni höfðum rætt þetta áður og einnig fengið ábendingar frá leikmönnum, hvort hægt væri að gera eitthvað meira. Þær gerðu þetta töluvert sjálfar áður en Arnar kom. Ómar sá um þetta, við vorum búnir að heyra af Arnari, hann er einstaklega hæfileikaríkur ungur maður og passar vel inn í hópinn líka, sem skiptir máli.“

Jörundur, sem og aðrir hjá KSÍ, gefa lítið fyrir gagnrýni á það að hafa lagt aukið púður í samfélagsmiðla og að það trufli leikmenn.

„Allt væl um að þetta sé of mikið af þessu, okkur gæti ekki staðið meira á sama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United að fá óvæntan milljarð inn í bókhaldið sitt

United að fá óvæntan milljarð inn í bókhaldið sitt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Í gær

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Í gær

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Í gær

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann