Arsenal hefur náð samkomulagi við Chelsea um kaup á ítalska miðjumanninum Jorginho. Kaupverðið er 12 milljónir punda og gildir samningurinn við leikmanninn til ársins 2024. David Ornstein hjá The Athletic greinir frá.
Þá verður ákvæði í samningi Jorginho þess efnis að hægt verði að lengja hann um eitt ár.
Búist er við Jorginho á æfingasvæði Arsenal síðar í dag en þar mun hann gangast undir læknisskoðun áður en samningur hans við Arsenal verður undirritaður.
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal er sagður hafa verið aðal drif krafturinn á bak við tilraun Arsenal að næla í Jorginho.
Jorginho er reynslumikill 31 ára gamall miðjumaður sem hefur verið á mála hjá Chelsea síðan árið 2018. Hann gekk til liðs við Chelsea frá Napoli á Ítalíu.
Hjá Chelsea hefur Jorginho unnið Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina, Heimsmeistarakeppni félagsliða og Ofurbikar Evrópu. Þá var hann árið 2021 valinn besti leikmaður Evrópu í vali UEFA.
Jorginho á að baki 213 leiki í öllum keppnum fyrir Chelsea. Í þeim leikjum hefur hann skorað 29 mörk og gefið 9 stoðsendingar.
🚨 Arsenal have agreed deal with Chelsea to sign Jorginho. Worth £12m & personal terms in place on contract to summer 2024 + option to extend by 1yr. Expected at #AFC training ground today to undergo medical + complete #DeadlineDay move @TheAthleticFC #CFC https://t.co/6fK3jlyB8J
— David Ornstein (@David_Ornstein) January 31, 2023