fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Jóhann Berg framlengir dvöl sína hjá Burnley – „Frábærar fréttir fyrir mig og fjölskyldu mína“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 11:06

Jóhann Berg eftir að hafa skrifað undir framlengingu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við enska B-deildar liðið Burnley. Þetta tilkynnir félagið í færslu á samfélagsmiðlum.

Samningur Jóhanns mun því gilda fram til sumarsins 2024 með ákvæði um að hægt sé að lengja hann um eitt ár.

„Ég er mjög ánægður,“ sagði Jóhann Berg eftir að hafa skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Burnley. „Þetta er nýtt ferðalag sem ég hef verið á með félaginu og eitthvað sem ég vil vera hluti af.

Yfirstandandi tímabil hefur gengið frábærlega fyrir liðið, við höfum gert mjög vel en við eigum enn verk fyrir höndum. Ég elska þetta félag, þetta eru frábærar fréttir fyrir mig og fjölskyldu mína, að framlengja dvöl mína um eitt ár.“

Jóhann Berg hefur verið á mála hjá Burnley síðan í júlí árið 2016 er hann gekk til liðs við félagið frá Charlton. Þá hefur hann einnig spilað með liðum á borð við AZ Alkmaar og Breiðabliki á sínum ferli.

Jóhann er 32 ára gamall og hefur á sínum tíma hjá Burnley spilað 180 leiki, skorað 11 mörk og skorað 24 stoðsendingar.

Vincent Kompany, goðsögn í sögu Manchester City er knattspyrnustjóri Burnley um þessar mundir. Undir stjórn hans hefur liðið verið að gera vel í ensku B-deildinni og er sem stendur í 1. sæti deildarinnar með fimm stiga forskot á liðið í 2. sæti, Sheffield United.

Það eru því góðar líkur á því að Burnley muni spila í ensku úrvalsdeildinni á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“