fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Hareide skælbrosandi eftir dramatískan sigur Íslands – „Landsliðið skiptir íslensku þjóðina miklu máli“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. september 2023 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var að vonum himinnlifandi með 1-0 sigur á Bosníu-Hersegóvínu í kvöld.

Liðin mættust í undankeppni EM 2024 og skoraði Alfreð Finnbogason sigurmarkið í blálokin.

„Það er alltaf gott að sigra. Það er það sem fótboltinn snýst um,“ sagði Hareide á blaðamannafundi eftir leik.

Íslenska liðið hefur verið í brekku í undankeppninni hingað til og tapaði gegn Lúxemborg fyrir helgi.

„Við gátum lifað með töpunum gegn Slóvakíu og Portúgal því frammistaðan var allt í lagi en frammistaðan gegn Lúxemborg var ekki í lagi. Það var erfitt fyrir mig, starfsfólkið og liðið.“

Hareide segir sigurinn í kvöld hafa verið verðskuldaðan.

„Við áttum þetta skilið að mínu mati því við fengum mikið af tækifærum og klúðruðum nokkrum dauðafærum. Þetta minnti mig smá á leikinn gegn Slóvakíu en við skoruðum að lokum.“

Norski þjálfarinn segir sigurinn í kvöld þýðingarmikinn fyrir alla.

„Það gefur öllum sjálfstraust og spark í rassinn að vinna og við getum byggt á því. Við vorum nálægt því að ná árangri í júní og nú þurfum við bara að halda áfram.

Landsliðið skiptir íslensku þjóðina miklu máli. Ég elska ástríðuna sem þjóðin sýnir. Fótbolti snýst um tilfinningar og það voru allir fegnir því ég held að allir vilji að við stöndum okkur vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mjög óvænt skref – Var sagður nálægt Barcelona en gerði tíu ára samning við uppeldisfélagið

Mjög óvænt skref – Var sagður nálægt Barcelona en gerði tíu ára samning við uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir
433Sport
Í gær

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Í gær

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja