Íþróttavikan rúllar af stað á ný í kvöld. Hægt er að sjá þættina hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson stýra þættinum áfram en gestur í fyrsta þætti er handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson.
Í þessum fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar er farið yfir helstu fréttir vikunnar, enska og íslenska fótboltann, handboltann hér heima sem senn fer að hefjast og margt fleira.
Þátturinn verður aðgengilegur frá klukkan 20 á áðurgreindum veitum.