Union Berlin er að gera allt sem í sínu valdi stendur til að landa Leonardo Bonucci.
Það er ljóst að Bonucci er á förum frá Juventus eftir 13 ár, ef frá er talið eitt tímabil með AC Milan.
Hvert hann fer á hins vegar eftir að koma í ljós.
Union Berlin er sem stendur líklegasti áfangastaðurinn en það er undir leikmanninum komið hvort hann fari þangað.
Afar spennandi verkefni hefur verið í gangi hjá Union Berlin undanfarin ár og eftir mikinn uppgang tekur liðið þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á þessari leiktíð.
Union Berlin are waiting for final green light to proceed and sign Leonardo Bonucci. Negotiations advancing, up to player side in order to get it sealed ⚪️🔴🇮🇹
This week will be crucial for Bonucci's move to Union. pic.twitter.com/lxUJ5CIss7
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 22, 2023