Chelsea hefur áhuga á Folarin Balogun, leikmanni Arsenal og hefur sett sig í sambandi við kappann. Evening Standard segir frá.
Það er ekki útlit fyrir að Balogun fái stórt hlutverk hjá Arsenal á þessari leiktíð og er félagið opið fyrir því að selja. Skytturnar hafa hins vegar skellt 50 milljóna punda verðmiða á bandaríska landsliðsframherjann sem raðaði inn mörkum fyrir Reims á láni á síðustu leiktíð.
Balogun hefur einnig verið sterklega orðaður við Monaco og 34 milljóna punda tilboði félagsins þegar verið hafnað af Arsenal.
Chelsea er einnig á höttunum á eftir Balogun og hefur sett sig í samband við hann. Er framherjinn sagður opinn fyrir því að fara á Stamford Bridge.
Mauricio Pochettino vill ólmur bæta framherja við sitt lið eftir erfiðleika í upphafi leiktíðar.
Fulham fylgist þá einnig með gangi mála hjá Balogun. Liðið missti Aleksandar Mitrovic til Al Hilla á dögunum.