Lucas Paqueta miðjumaður West Ham fer ekki til Manchester City en félagið er hætt við að eltast við hann.
Paqueta var á óskalista City en nú er hann undir rannsókn vegna brota á veðmálareglum.
City er hins vegar ekki reiðubúið að rífa fram stórar upphæðir fyrir leikmann sem gæti orðið dæmdur í bann.
Paqueta kom til West Ham fyrir ári síðan frá Lyon þar sem hann hafði átt góða tíma.
Paqueta hefur spilað 42 landsleiki fyrir Brasilíu og hefur átt fast sæti í hópnum undanfarin ár.
BREAKING: Manchester City’s move to sign Lucas Paqueta from West Ham United is now totally off ❌ pic.twitter.com/U2s3sWHENW
— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 22, 2023