fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Guardiola: Mynduð drepa mig ef ég gerði það sama

Victor Pálsson
Laugardaginn 19. ágúst 2023 09:27

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að hann yrði ‘drepinn’ ef félagið væri að eyðá eins háaum upphæðum í leikmenn og Chelsea hefur gert undanfarna tvo glugga.

Chelsea er nálægt því að eyða milljarð punda í leikmenn á stuttum tíma eftir að Todd Boehly eignaðist félagið.

City var lengi það lið sem fólk talaði um þegar kom að peningaeyðslu en félagið harðneitar að yfirborga fyrir leikmenn og það hefur sést í gegnum tíðina.

Englandsmeistararnir eru að leita að leikmönnum fyrir þetta tímabil en ætla ekki að láta plata sig út í vitleysu eins og önnur félög eiga til að gera.

,,Ég gæti ekki verið hérna fyrir framan ykkur ef ég hefði eytt því sama og Chelsea síðustu tvo glugga – þið mynduð drepa mig,“ sagði Guardiola.

,,Þið mynduð ganga frá mér, það er á hreinu. Við værum gagnrýndir endalaust. Við þurfum að sjá hvað gerist á markaðnum og sjá hvað við getum borgað sem er sanngjarnt.“

,,Við vildum fá Harry Maguire en keyptum hann ekki því við vildum ekki borga upphæðina, við vildum fá Marc Cucurella en neituðum að borga, við vildum Alexis Sanchez en neituðum að borga.“

,,Að lokum þá borgum við sanngjarna upphæð, annars erum við með akademíuna. Fólk þarf að breyta sinni skoðun – öll félög eyða peningum, miklum peningum, ekki bara Manchester City.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl