fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Tekur á sig 75 prósent launalækkun eftir að hafa kvatt Liverpool

Victor Pálsson
Laugardaginn 10. júní 2023 10:36

Naby Keita fagnar marki ásamt liðsfélögum / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom mörgum á óvart þegar Naby Keita skrifaði undir samning við Werder Bremen í Þýskalandi í gær.

Búist var við því að Keita myndi yfirgefa Liverpool í sumar en hann varð samningslaus á dögunum.

Keita kostaði Liverpool 48 milljónir punda árið 2018 en hann lék þá með RB Leipzig í Þýskalandi.

Samkvæmt Bild í Þýskalandi tók Keita á sig 75 prósent launalækkun til að semja við Bremen.

Bremen er alls ekki eitt af bestu liðum Þýskalands í dag en liðið hafnaði í 13. sæti á síðustu leiktíð.

Bild segir að Keita hafi þénað 120 þúsund pund á viku hjá Liverpool en fær nú 30 þúsund pund á viku hjá Bremen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina