fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Ronaldo væntanlega vonsvikinn eftir valið – Ekki einn af þeim bestu

Victor Pálsson
Laugardaginn 10. júní 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo er væntanlega pirraður eftir að hafa heyrt af því að hann hafi ekki verið valinn í lið tímabilsins í Sádí Arabíu.

Deildin í Sádí Arabíu hefur sagt sitt síðasta í bili en Ronaldo skrifaði undir samning við Al-Nassr í janúar.

Ronaldo skoraði 14 mörk í 16 leikjum fyrir Al-Nassr en náði ekki að taka sætið í framlínunni af Odion Ighalo.

Ighalo er fyrrum leikmaður Manchester United líkt og Ronaldo en hann skoraði 19 mörk í 27 leikjum fyrir Al-Hilal.

Ronaldo fékk ekki pláss á vængnum í liðinu eða á miðjunni og er hann sjálfur líklega ansi vonsvikinn eftir fína frammistöðu á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina