fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Borgaði áhrifavaldi 3,5 milljón fyrir fóstureyðingu – Byrjaði á strippklúbbi en hann á konu og börn

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 5. júní 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Giftur enskur landsliðsmaður sem spilar í ensku úrvalsdeildinni borgaði áhrifavaldi 20 þúsund pund til að fara í fóstureyðingu.

Ensk blöð geta ekki nefnt leikmanninn á nafn af lagalegum ástæðum en hann er giftur og á börn með þeirri konu.

Kemur fram í enskum blöðum að að leikmaðurinn og áhrifavaldurinn hafi ítrekað hist og sofið saman.

Fyrsti hitturin þeirra var á Platinum Lace, sem er strippklúbbur á Leicester Square í London. Þau fóru svo saman á hótel í London.

Leikmaðurinn bauð konunni einnig á heimili sitt þegar börn og kona voru ekki heima. Hún lét hann vita svo seint árið 2021 að hún væri ólétt.

Hún samþykkti að fara í fóstureyðingu og fékk fyrir það 20 þúsund pund frá knattspyrnumanninum í mars á síðasta ári. Hún skrifaði undir að tjá sig aldrei um þetta.

„Hann er giftur og á börn, hann var hræddur um að þetta færi illa í fjölskylduna. Hún getur aldrei greint frá nafni hans eftir greiðsluna,“ segir heimildarmaður Daily Mail.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum