fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Ancelotti vill bara fá einn mann til Real – Fer hann loksins í sumar?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 4. júní 2023 16:21

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, er búinn að tjá félaginu hvern hann vill fá í sumarglugganum sama hvað.

Ancelotti er ákveðinn í að fá Harry Kane frá Tottenham en það er the Athletic sem greinir frá.

Athletic er með ansi góðar heimildir og telur að Real muni gera allt mögulegt til að fá Kane frá Tottenham í sumar.

Kane er markahæsti leikmaður í sögu Tottenham og skoraði 30 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Samningur Kane rennur út næsta sumar og þarf Tottenham að selja ef hann neitar að skrifa undir framlengingu.

Ancelotti hefur fundað með stjórn Real um framtíðina og á Kane að taka við af Karim Benzema sem fer væntanlega á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum