Ivan Toney, leikmaður Brentford, er ekki lengur til í tölvuleiknum FIFA 23 sem er vinsæll hérlendis.
Toney hefur verið dæmdur í átta mánaða bann fyrir það að brjóta veðmálareglur.
Framherjinn var vinsæll á meðal spilara í leiknum en verður ekki nothæfur eftir síðustu uppfærsluna.
Toney var dæmdur fyrir að veðja á yfir 260 knattspyrnuleiki og 13 af þeim voru á að Newcastle myndi tapa.
Toney var þá leikmaður Newcastle en spilaði ekki með félaginu þar sem hann var í láni í næst efstu deild.