fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Helgi lét þung orð falla í beinni þegar hann fór yfir atvikið umdeilda á Akranesi – „Þetta er að mínu viti kjaftæði“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skagamenn björguðu sér fyrir horn á heimavelli gegn Aftureldingu í Lengjudeild karla í fyrradag. Farið var yfir málið í markaþætti Lengjudeildarinnar í gær

Arnór Gauti Ragnarsson skoraði fyrra mark leiksins en Sævar Atli Hugason fékk rautt spjald í leiknum. Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi leikinn.

Mjög umdeilt atvik og Helgi Fannar Sigurðsson stjórnandi markaþáttarins var ekki sáttur að sjá atvikið.

„Þetta er að mínu viti kjaftæði,“ sagði Helgi Fannar.

video
play-sharp-fill

Sérfræðingurinn Hrafnkell Freyr segir að flestir séu á sama máli um að Sigurður Hjörtur hafi gert mistök þarna.

„Ég ræddi við góða menn í gær, þar á meðal dómara. Það væru flestir á því eins og ég að þetta væri ekki rautt spjald,“ sagði Hrafnkell Freyr um stöðu mála.

„Þegar það er verið að spila á svona völlum þá verða tæklingarnar oft skrýtnar þegar menn renna.“ bætti Hrafnkell einnig.

Hlynur Sævar Jónsson skoraði jöfnunarmark ÍA á 94 mínútu. Afturelding með sjö stig eftir þrjá leiki en ÍA með tvö stig.

Umræðuna má sjá hér að ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni

Arsenal að vinna í því að klára skiptin – Kemur hugsanlega á láni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skiptin urðu að engu í gær

Skiptin urðu að engu í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik
433Sport
Í gær

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn
433Sport
Í gær

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum
Hide picture