Georgina Rodriguez unnusta Cristiano Ronaldo birti myndir af börnunum sínum þar sem þau voru í miklu stuði í Sádí Arabíu.
Það sem vekur athygli við það er að sonur þeirra, Mateo sést þar dansa um í Barcelona treyju.
Ronaldo er goðsögn hjá Real Madrid en spænska félagið vildi ekki taka Ronaldo aftur þegar hann var hjá Manchester United og vildi fara.
Nokkur reiði er á samfélagsmiðlum hjá stuðningsmönnum Real Madrid sem eru svekktir að sjá son hans í treyju frá erkifjendum þeirra.
Ronaldo leikur í dag með Al-Nassr í Sádí Arabíu, þangað fór hann í janúar og varð á sama tíma launahæsti íþróttamaður í heimi.