Það greip um sig skelfing á fótboltaleik í El Salvador aðfaranótt sunnudags.
Þá mættust Alianza og FAS. Leik var hins vegar hætt eftir aðeins 16 mínútur.
Leikurinn fór fram á velli sem tekur tæplega 45 þúsund manns í sæti. Það voru hins vegar mun fleiri mættir en það og hætta skapaðist.
Í gær var greint frá því að minnst tólf væru látnir og um 500 slasaðir eftir troðning sem myndaðist á áhorfendapöllum.
Allir sem gátu vettlingi valdið, þar á meðal leikmenn liðanna, reyndu að koma mannskapnum til bjargar.
Talið er að fjöldi manns hafi komist inn á fölsuðum miðum. Því hafi troðningurinn myndast.
Hér að neðan má sjá myndir frá hörmungunum, sem réttast er að vara við.