fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Newcastle tryggði Meistaradeildarsætið – Stigið gæti reynst Leicester dýrmætt

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. maí 2023 20:56

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newcastle United verður á meðal liða sem tekur þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð. Liðið tryggði sætið með markalausu jafntefli gegn Leicester í kvöld.

Newcastle var miklu sterkari aðili leiksins en tókst ekki að skora mark og Leicester varðist af miklum krafti.

Leicester átti ekki marktilraun í leiknum fyrr en í uppbótartíma og upplegið var að verjast og halda hreinu.

Stigið kemur Newcastle í 70 stig og á Liverpool í fimmta sætinu ekki lengur möguleika á að ná þeim þegar ein umferð er eftir.

Manchester United þarf einnig að sækja stig í næstu tveimur leikjum liðsins til að tryggja það að ná í sæti í Meistaradeildinni.

Stigið fyrir Leicester gæti reynst dýrmætt en liðið er þó í fallsæti. Liðið er með 31 stig eftir kvöldið og er þremur stigum á eftir Everton fyrir lokaumferðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ítalski risinn ætlar að slást við Liverpool um Guehi

Ítalski risinn ætlar að slást við Liverpool um Guehi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Potter vill starfið eftir að Svíar ráku þjálfara sinn í gær

Potter vill starfið eftir að Svíar ráku þjálfara sinn í gær