Skagamenn björguðu sér fyrir horn á heimavelli gegn Aftureldingu í Lengjudeild karla í kvöld.
Arnór Gauti Ragnarsson skoraði fyrra mark leiksins en Sævar Atli Hugason fékk rautt spjald í leiknum. Mjög umdeilt og verður skoðað í Lengjumörkunum á morgun.
Hlynur Sævar Jónsson skoraði jöfnunarmark ÍA á 94 mínútu. Afturelding með sjö stig eftir þrjá leiki en ÍA með tvö stig.
Á sama tíma vann Grindavík granna sína í Njarðvík en Grindavík er í öðru sæti deildarinnar með sjö stig eftir þrjá leiki.
Markaþáttur Lengjudeildarinnar verður á 433.is á morgun.
Grindavík 1 – 0 Njarðvík:
1-0 Marko Vardic
ÍA 0 – 1 Afturelding:
0-1 Arnór Gauti Ragnarsson