Julian Nagelsmann, fyrrum stjóri Bayern Munchen, gæti verið á leið til Tottenham eftir allt saman.
Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Nagelsmann myndi ekki taka við eftir að hafa verið sterklega orðaður við félagið.
Tottenham er í leit að nýjum endanlegum stjóra eftir að Antonio Conte var rekinn frá félaginu í sumar.
Samkvæmt Times er Nagelsmann enn opinn fyrir því að vinna með Tottenham en þá með einu skilyrði.
Hann þarf að fá hlutina á hreint varðandi yfirmann knattspyrnumála félagsins þar sem Fabio Patrici var dæmdur í um þriggja ára bann frá fótbolta.
Tottenham er því ekki með yfirmann knattspyrnumála í vinnu þessa stundina og er það eitthvað sem Nagelsmann vill fá á hreint áður en hann samþykkir að taka við.