Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, mun ekki spila meira á þessu tímabili vegna meiðsla.
Þetta hefur Mikel Arteta, stjóri liðsins, staðfest en Martinelli er að glíma við ökklameiðsli sem halda honum frá keppni.
Martinelli meiddist gegn Brighton nýlega í 3-0 tapi og mun ekki taka þátt í fleiri leikjum.
Það er skellur fyrir Arsenal sem gerir sér enn litlar vonir um að geta unnið ensku úrvalsdeildina.
Arsenal er í baráttu við Manchester City um efsta sætið en er ekki í góðri stöðu þar sem það síðarnefnda er með fjögurra stiga forskot og einnig með leik til góða.