fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Kompany mikill aðdáandi leikmanns Arsenal og vill fá hann í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 19. maí 2023 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vincent Kompany, stjóri Burnley, er sagður hafa augastað á Albert Sambi Lokonga hjá Arsenal fyrir sumarið.

Burnley undirbýr sig undir endurkomu í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa rústað B-deildinni í vetur.

Kompany fór á kostum á sínu fyrsta tímabili í stjórastólnum og hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið. Burnley er sagt ætla að gefa honum gott fjármagn til leikmannakaupa á markaðnum í sumar.

Þar er Lokonga á blaði. Miðjumaðurinn vann með Kompany hjá Anderlecht á sínum tíma og er hann mikill aðdáandi.

Belganum hefur ekki enn tekist að heilla hjá Arsenal og var hann lánaður til Crystal Palace í janúar síðastliðnum.

Þá var Lokonga á nýlegum lista The Times yfir tíu leikmenn sem gætu fengið að fara frá Arsenal í sumar þar sem félagið er að reyna að fjármagna alvöru kaup á markaðnum.

Talið er að Lokonga sé fáanlegur fyrir 15 milljónir punda. Hann gæti orðið leikmaður nýliða Burnley á næstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl