Sunderland er að ganga frá kaupum á Jobe Bellingham miðjumann Birmingham. Viðræður eru lang tkomnar.
Jobe var mættur á völlinn þegar Sunderland féll úr leik í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Jobe er þekktastur fyrir að vera bróðir Jude Bellingham sem er á leið til Real Madrid í sumar.
Jobe er líkt og bróður sinn Jude, miðjumaður en hann er 17 ára gamall og er kaupverðið sagt vera 3 milljónir punda.
Það er ögn minni upphæð en Real Madrid þarf að borga fyrir Jude en Borussia Dortmund vill rúmar 100 milljónir punda fyrir hann.