Jurgen Klopp stjóri Liverpool fær ekki að stýra liðinu í tveimur síðustu leikjum deildarinnar. Þetta kemur fram í dómi enska sambandsins.
Klopp fær bannið vegna ummæla sem féllu eftir sigurleik liðsins á Tottenham.
Sakaði hann dómara leiksins um að hafa horn í síðu Liverpool og fær hann því bannið. Hann má ekki vera á hliðarlínunni í síðustu tveimur leikjunum.
Klopp þarf einnig að borga um 13 milljónir króna í sekt vegna málsins. Liverpool á tvo leiki eftir í deildinni en liðið er nálægt Meistaradeildarsæti.
BREAKING: Jurgen Klopp has been suspended from the touchline for two matches.
The Liverpool boss has also been fined £75,000 following media comments that he made after Liverpool’s Premier League game against Tottenham Hotspur. pic.twitter.com/iGmUM8HdP9
— talkSPORT (@talkSPORT) May 18, 2023