Matteo Guendouzi, leikmaður Aston Villa, hefur staðfest það að félög hafi sýnt honum áhuga í janúar.
Eitt af þeim liðum var Aston Villa sem hafði mikinn áhuga á að kaupa hann frá Marseille í Frakklandi.
Guendouzi var hins vegar ekki tilbúinn að færa sig um set en hann lék áður með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
,,Það er rétt að ég hafi verið eftirsóttur í vetur, við fengum nokkur tilboð frá nokkrum félögum en ég vildi ekki fara,“ sagði Guendouzi.
,,Ég vildi fá að klára tímabilið. Það eina sem ég einbeiti mér að er að klára þessa tíu leiki sem við eigum eftir.“