fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Stefán mun láta bikarmeistaratitil duga í sumar – „Maður hinna hófstilltu væntinga“

433
Sunnudaginn 9. apríl 2023 11:00

Stefán Pálsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deild karla hefst á morgun með heilli umferð og er eftirvæntingin mikil.

Leitað var til stuðningsmanna liðanna í deildinni og lagður fyrir þá spurningalisti.

Það er komið að Fram. Þar var auðvitað leitað til Stefáns Pálssonar, sagnfræðings með meiru.

Hvernig líst þér á sumarið hjá þínu liði?
Ég er bara bjartsýnn á sumarið hjá okkur Frömurum, en af því að ég er maður hinna hófstilltu væntinga þá ætla ég ekki að gera kröfu um meira en bikarmeistaratitil í ár.

Hvernig finnst þér hafa gengið að styrkja leikmannahópinn
Leikmannastyrkingarnar fyrir síðasta tímabil létu ekki mikið yfir sér en reyndust svo hárréttar. Ég ætla því að treysta fullkomlega á dómgreind þjálfarans og stjórnarinnar. Þar fyrir utan er hellingur af efnilegum guttum að koma upp svo það má segja að aðalstyrkingin komi innan úr félaginu.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í liðinu?
Má gera upp á milli? Maður er alltaf ánægðastur með þá heimaöldu og Már Ægisson hefur verið í uppáhaldi lengi.

Ertu dugleg/ur að mæta á völlinn hjá þínu liði?
Ef ég er í bænum eða á landinu þá mæti ég á Framleiki. Reyni að komast til Akureyrar og Eyja, en það gengur samt ekki alltaf.

Fyrir utan heimavöllinn hjá þínu félagi, hvar er skemmtilegast að fara á völlinn?
Víkingur Ólafsvík er með frábært vallarstæði. Eyjamenn eru höfðingjar heim að sækja og svo er ekki hægt annað en að öfunda Valsarana af Fjósinu sínu, þótt það hryggi mig að þurfa að viðurkenna það.

Hvað finnst þér um fyrirkomulagið í Bestu deildinni sem var prófað í fyrsta sinn á síðustu leiktíð?
Það kann vel að vera að fólk hafi verið að kalla eftir 27 leikja Íslandsmóti í stað 22 leikja, en það langaði engan í fimm umferðir í október leiknar með viku á milli leikja. Við græðum ekkert á því að teygja mótið of langt inn á haustið en það má eflaust venjast þessu eins og öðru. Mót verða spennandi ef liðin eru jöfn ekki með því að fikta í keppnisfyrirkomulaginu.

Hvaða lið verður Íslandsmeistari?
Valur.

Frá leik Fram í Bestu deildinni í fyrra. Fréttablaðið/Ernir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Í gær

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Í gær

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó