fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Spá fyrir Bestu deild karla: 5 sæti – „Þarf stöðugleika utan vallar“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. apríl 2023 13:00

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deild karla fer af stað þann 10. apríl en þetta er í annað sinn sem deildin er með þessu fyrirkomulagi. Spilaðir verða 22 leikir og að þeim umferðum loknum er deildinni skipt upp í tvo hluta, eru þá spilaðir fimm leikir. 433.is mun á næstu dögum spá í spilin.

5 – FH

Lykilmaður – Björn Daníel Sverrisson
Þjálfari – Heimir Guðjónsson
Heimavöllur – Kaplakriki
Íslandsmeistarar – 8 sinnum

Mikill meðbyr er með FH eftir að Heimir Guðjónsson tók við stjórnartaumum síðasta haust. Eitt er öruggt að festa fylgir Heimi sem kann fræðin betur en flestir. Sindri Kristinn Ólafsson mun standa vaktina í markinu og munar um minna, líklega vantar FH-ingum einn miðvörð til að vera með sterkt ellefu manna byrjunarlið.

Það gustaði um Fimleikafélagið á síðustu leiktíð þegar þrír þjálfarar stýrðu liðinu, liðið þarf stöðugleika utan vallar svo árangur fari að nást innan vallar.

FH er með sterkari hóp en á síðustu leiktíð en liðið þarf að byrja vel svo gamlir draugar frá síðasta ári fari ekki að vakna. Því skal haldið til haga að FH var næstum því fallið úr deildinni á síðasta ári.

Spáin:
6 sæti – Stjarnan
7 sæti – KA
8 sæti – ÍBV
9 sæti – Keflavík
10 sæti – HK
11 sæti – Fram
12 sæti – Fylkir

Komnir
Dani Hatakka
Eetu Mömmö (lán)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
Kjartan Henry Finnbogason
Kjartan Kári Halldórsson (lán)
Sindri Kristinn Ólafsson

Farnir
Atli Gunnar Guðmundsson
Baldur Logi Guðlaugsson
Guðmundur Kristjánsson
Gunnar Nielsen
Kristinn Freyr Sigurðsson
Matthías Vilhjálmsso

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Logi fær íslenska dómara

Logi fær íslenska dómara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Kompany krotar undir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Afar þægilegt hjá Börsungum – Kairat manni fleiri nær allan leikinn en tókst ekki að skora

Afar þægilegt hjá Börsungum – Kairat manni fleiri nær allan leikinn en tókst ekki að skora
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum
433Sport
Í gær

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Í gær

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik