fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Spá fyrir Bestu deild karla: 12 sæti – „Ekki með neinn fram­herja sem hefur sannað á­gæti sitt“

433
Mánudaginn 3. apríl 2023 12:00

Úr leik hjá Fylki. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deild karla fer af stað þann 10. apríl en þetta er í annað sinn sem deildin er með þessu fyrirkomulagi. Spilaðir verða 22 leikir og að þeim umferðum loknum er deildinni skipt upp í tvo hluta, eru þá spilaðir fimm leikir. 433.is mun á næstu dögum spá í spilin.

12.sæti – Fylkir

Appel­sínu­gula liðið í Ár­bænu­m er aftur mætt í deild þeirra bestu en liðið vann Lengju­deildina á sann­færandi hátt á síðustu leik­tíð. Í vetur hefur hins vegar Fylkir ekki styrkst mikið.

Nokkrir leik­menn hafa bæst í hópinn en erfitt er að sjá ein­hvern þeirra breyta miklu. Emil Ás­munds­son sem var á láni hjá Fylki á síðustu leik­tíð gekk endan­lega í raðir fé­lagsins og gæti orðið lykil­maður.

Lykilmaður: Ólafur Kristófer Helgason
Þjálfari: Rúnar Páll Sigmundsson
Heimavöllur: Fylkisvöllur
Íslandsmeistarar: Aldrei

Rúnar Páll fyrir miðju, er þjálfari Fylkis

Stærsti haus­verkur Fylkis gæti orðið að skora mörk en þrátt fyrir marka­veislu í næst­efstu deild er Fylkir ekki með neinn fram­herja sem hefur sannað á­gæti sitt í efstu deild á undan­förnum árum.

Rúnar Páll Sig­munds­son er reyndur í deildinni og það gæti hjálpað Fylki en allt þarf að smella svo liðið fari ekki beint niður á nýjan leik.

Rúnar er þekktastur fyrir af­rek sín sem þjálfari Stjörnunnar en hann er nú á leið inn í sitt annað heila tíma­bil sem þjálfari liðsins. Sterkur kjarni af heima­mönnum er í Fylki sem gæti orðið styrkur liðsins í sumar en það getur orðið á brattann að sækja þar sem breiddin er lítil.

Komnir:
Elís Rafn Björns­son
Emil Ás­munds­son
Jón Ívan Rivine
Ólafur Karl Fin­sen

Farinn:
Ásgeir Börkur Ásgeirsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn

Gummi Ben birtir skilaboðin sem Sigurður Egill fékk frá Val á Messenger – Túfa tjáð að hann hafi ekkert að segja um leikmenn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjö sem gætu tekið við starfi Ólafs Inga í Laugardalnum – Verður Eiður Smári á blaði?

Sjö sem gætu tekið við starfi Ólafs Inga í Laugardalnum – Verður Eiður Smári á blaði?