Kylian Mbappe myndi aðeins skrifa undir hjá einu félagi á Ítalíu en hann greinir sjálfur frá þessu.
Mbappe er einn besti ef ekki besti sóknarmaður heims og spilar með Paris Saint-Germain í Frakklandi.
Líkur eru á að Mbappe færi sig um set í sumar en Ítalía þykir ekki líklegur áfangastaður.
Ef Frakkinn fer þangað er aðeins eitt lið sem er í boði en hann horfir ekki til liða eins og Juventus og Inter Milan.
,,Ef ég kem, þá er það aðeins AC Milan sem kemur til greina,“ sagði Mbappe um Ítalíu.
Ef Mbpppe færir sig um set eru allar líkur á að hann skrifi undir samning við Real Madrid.